Ég skelfist hrinur ásakana og hótana ríkisstjórnar Bandaríkjanna í garð Persíu. Sumir bandarískir álitsgjafar fullyrða, að George W. Bush ætli þar í enn eitt stríðið. Ég veit ekki, hvar þessi stríðsþrá endar. Því miður er bandaríska þjóðin höll undir stríð, knúin fram af vafasömum bíómyndum. Það er skelfileg staða mannkyns að vera kúgað af ruglaðri þjóð, sem kýs sér aula og vitfirring sem forseta. Sem styður ofbeldi í fjölbreyttri mynd, stríð við útlendinga, pyndingar sakborninga, brot á öllum fjölþjóðlegum samningum. Skelfilegt er að sá gereyðingarvopn í höndum ruglaðrar þjóðar.