Channel 5 í Bretlandi hefur bannað gervimennsku í fréttum. Ekki eru lengur notaðar myndir af fréttamönnum að þykjast bregðast við því, sem viðmælendur segja. Ekki eru notaðar myndir af þeim við að endurtaka spurningar eftir viðtöl. Ekki eru notaðar myndir af þeim á göngu í átt að myndavélinni. Ráðamenn stöðvarinnar hafa komizt að raun um, að billeg trikk af þessu tagi raski trausti hennar. Guardian sagði í gær, að Sky og BBC muni fylgja í kjölfar Channel 5. Ekki var minnst á, hvort stöðvarnar muni hætta því, sem alvarlegast er, Docudrama. Það eru leikin atriði undir yfirskyni frétta.