Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir hættu vera á heimskreppu. Hún kemur þá í kjölfar hruns íbúðalánamarkaðarins í Bandaríkjunum. Sjóðurinn segir, að kreppan, sem hófst í ágúst 2007 sé að verða sú versta frá heimskreppunni miklu. Sú hófst í Bandaríkjunum 1929. Sjóðurinn segir, að ríkisvaldið í Bandaríkjunum þurfi að grípa markvisst inn í öfugþróunina. Það þýðir á íslenzku, að ríkið þurfi að verja lánastofnanir falli. Jafnframt segir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn banka þurfa að gefa nánari sýn í rekstur sinn en þeir hafa hingað til fengizt til að gefa. Bankar bila, fólkið borgar.