Trúarrit eru til vandræða

Punktar

Fleiri hafa afleit trúarrit en kristnir. Gyðingar hafa gamla testamentið, grófasta hluta biblíunnar. Múslimar hafa kóraninn, frumstætt rit, þótt texti hans sé ekki eins trylltur og biblíunnar. Trúmál hafa æxlast þannig í nútímanum, að kóraninn er ekki síður en biblían notaður sem afsökun fyrir skelfilegum glæpum. Flestir fjöldaglæpir síðustu sextíu ára eru varðir með að veifa trúarritum, samanber Balkanskaga, Írland, botn Miðjarðarhafsins, tvíburaturnana, Írak og Afganistan, svo og Súdan. Fjöldamorðingar reyna jafnan að gefa glæpum sínum trúarforsendur. Þeir veifa guðs eigin orði.