Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gaf Condoleezza Rice verðmætt hálsmenn á fundi utanríkisráðherranna á dögunum. Eftir lýsingu Fréttablaðsins að dæma var silfurmenið úr víravirki og yfir 50.000 króna virði. Samkvæmt bandarískum lögum og flestum evrópskum lögum eru svona gjafir taldar vera mútur og eru bannaðar. Sums staðar er gefið upp hámark, $100 í Bandaríkjunum. Menið er margfalt yfir þeim mörkum. Ingibjörg ferðast nú um siðlausan þriðja heiminn til að afla fylgis við sæti í öryggisráðinu. Það hefur brenglað siðvitund hennar. Og hindrað, að Rice geti orðið varaforsetaefni repúblikana í haust.