Íslenzka er hressandi

Fjölmiðlun

Ég býst við, að enska verði orðin aðalmál Íslendinga eftir aldarfjórðung. Hún er orðin aðalmál í bönkum og útrás. Hún einfaldar hlutina í vísindum, viðskiptum og tómstundum. Við munum samt berjast við að halda áfram að nota íslenzku. Hún er ekki bara söguleg staðreynd. Einnig er hún hressandi tungumál, sem keyrir hratt á virkum sagnorðum, ef menn kjósa að nota hana þannig. Íslendingasögur eru á hröðu og virku tungumáli, einnig síðari skáldrit Halldórs Laxness. Ekkert er til fyrirstöðu, að íslenzka nýtist vel í framtíðinni sem nútímanum. En þægindin eru knýjandi afsökun fyrir ensku.