Ríkisstjórnin og Seðlabankinn þurfa ekki að bjarga bönkunum. Þeir eiga að sjá um sig og geta það. Stjórnin þarf hins vegar að finna, hvernig unnt er að koma upp eða inn í landið lánastofnunum. Bankarnir eru orðnir ónýtir til útlána og eitthvað þarf að koma að hluta í staðinn. Helzta verkefnið er svo að bjarga fólki. Bankarnir hafa logið inn á fólk of háum og of dýrum lánum, sumpart í erlendri mynt. Gera þarf bankana fjárhagslega ábyrga fyrir þeim glæp. Þeim ber líka að frysta lán fólk eins og Íbúðalánasjóður. Við þurfum að komast upp úr kreppunni án þess að fórna fólkinu, sem bankarnir ginntu.