Dagblöð þykja þar fín

Fjölmiðlun

Þótt útbreiðslu dagblaða hraki á Vesturlöndum eflist hún í þriðja heiminum. Þar fjölgar ört fólki, sem kann að lesa, og þar þykir fínt að lesa dagblöð. Útbreiddasta blað á enskri tungu er gefið út í Indlandi. Það er India Times og er gefið út í 3,5 milljónum eintaka. Auglýsingar eru meginefni dagblaða í þriðja heiminum og fréttaefnið dregur oft dám af auglýsingum. Vestrænar hefðir blaðamennsku eru ekki alls staðar hafðar þar í heiðri. Sumpart vegna þjónustu við auglýsendur og sumpart af ótta við yfirvöldin. Sums staðar birta dagblöð hvorki fréttir né brandara til að hafa frið fyrir löggunni.