Kafka-stíll á Arinbjörnsmáli

Punktar

Lögreglan tapaði máli Arinbjörns Snorrasonar, löggu nr. 8716. Hann keyrði á mótmælandann Ólaf Pál Sigurðsson við Kárahnjúka. Löggan kærði Ólaf fyrir að hafa dældað löggubílinn við það tækifæri. Dómarinn sagði lögguna ekki hafa sýnt ljósmynd til sönnunar á skemmdarverkinu. Og ekki sýnt reikning fyrir viðgerðarkostnaði. Því sé ekki sannað, að Ólafur Páll hafi skemmt bílinn með því að láta hann keyra á sig. Ekki minnist dómarinn á, að óviðeigandi sé að löggan fái skaðabætur fyrir að keyra bílum á fólk. Ríkissaksóknari neitaði að spyrja vitni um ákeyrsluna. Er þetta úr skáldsögu eftir Kafka?