Lúðvík Bergvinsson vill leggja niður embætti ríkislögreglustjóra. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag, að embættið hafi þanizt of mikið út. Fleiri þingmenn tóku undir orð Lúðvíks, t.d. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar vill flytja verkefni frá stjóranum og færa nær fólki. Hinn borðalagði stjóri hefur eins og hinn borðalagði Göring brýna þörf fyrir að þenja út valdsvið sitt. Því hefur almenn löggæzla verið minnkuð og staðinn komið lambhúshettusveitir, gæluverkefni Björns Bjarnasonar stríðsráðherra.