Verja má bankafræðinga fyrir að tala um kaup á pappír sem fjárfestingu. Í sumum tilvikum eru verðbréf fjárfesting, en réttara er að tala um þau sem happdrættismiða. Óverjandi er hins vegar að kalla bílkaup fjárfestingu. Ég keypti í vikunni bíl, sem hafði lækkað í verði um helming á tveimur árum. Engin fjárfesting fyrir þann, sem bílinn átti. Aðeins tvær tegundir eru til af fjárfestingu. Sú lakari er steypa, öðru nafni húsnæði, endist áratugum saman. Land er betra, enda sagði ameríkaninn: “They aren’t going to make more of it.” Almættið hefur skortstöðu á landi gagnvart íbúum jarðarinnar.