Yfirlýsingar pólitíkusa um, að þeim sé ekki sagt fyrir verkum, segja mér hið gagnstæða. Fólk talar ekki þannig nema það hafi lent í flokkspólitískri hakkavél. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hefur verið sagt fyrir verkum. Hún hefur því lýst yfir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðið þéttir vörnina með því að siða varaformanninn. Björn Bjarnason telur, að umræða um aðild sé hættuleg. Hún muni skaða flokkinn, leiða til átaka og síðan kljúfa flokkinn. Björn tjaldar öllum pakkanum, talar sem kontról-frík flokksins. Og Geir sjálfur sagði ótvírætt og án skýringa, að aðild sé vond.