Í andófi og óhlýðni þarf fólk að beita tækni. Annars lendir það í klemmu trukkabílstjóra, sem gátu ekki hrist lögguna af sér. Hún hlerar símtöl að vild, þótt hún hafi ekki leyfi. Fólk þarf að kaupa ódýra farsíma á nafni annarra, bara til þessara nota. Svo að löggan hafi ekki vit á að hlera þá. Fólk þarf að kunna á kerfi símaskilaboða, þar sem einn sendir mörgum og margir senda enn fleirum, á augabragði. Fólk þarf gervihnattasíma. Þannig tókst andófsmönnum að máta lögguna í Seattle árið 1999, breyttu leið sinni. Og þannig tókst þeim í Búrma árið 2007 að koma fréttum til vesturlanda.