Ég er búinn að fá upp í háls af matreiðslu úr matvinnsluvélum. Hún kom til skjalanna í nýfrönsku byltingunni á sjöunda áratug síðustu aldar. Hefur síðan gengið út í kemískar öfgar á þessari öld. Enginn er kokkur með kokkum nema hann blandi saman hráefnum, kryddum og stoðefnum í alls konar kæfur og froður í hverri máltíð. Ég er orðinn leiður á kemískri matreiðslu. Vil alvöru mat, grænmeti, fisk, kjöt. Tek hvenær sem er ofnsoðinn þorskhnakka með hvítum kartöflum, klettasalati og smjöri fram yfir maukrétti svonefndra meistarakokka. Vil gott hráefni og vil gott bragð að hráefnunum sjálfum.