Hillary Clinton er ekki að tapa kosningabaráttunni núna í maí. Hún tapaði henni árið 2002, þegar hún greiddi atkvæði með innrás í Írak. Ef hún hefði þá ákveðið að hafna innrásinni, væri hún núna ekki að tapa forkosningunum. Stuðningur Hillary Clinton við stríðið gerði Barack Obama kleift að fara í framboð gegn henni. Stríðshyggja hennar hefur komið henni í koll. Margir kjósendur telja hana hafa sýnt skort á dómgreind stjórnmálamanns. Reynsla hennar kom ekki að gagni móti dómgreind Obamba. Gott er, að Íraksstríðið hefur megnað að skilja milli feigs og ófeigs í stjórnmálum Bandaríkjanna.