Eurovision hafnar fortíðinni

Punktar

Kosturinn við Eurovision er, að kjósendur hafna fortíð nágrannaríkja síðustu aldir, áratugi og ár. Fornir fjandmenn gefa hver öðrum tíu og tólf stig. Fyrrum leppþjóðir Sovétsins greiða Rússum toppatkvæði. Arfaþjóðir Júgóslavíu greiða hvert öðru flest atkvæði. Nágrannaþjóðir Tyrkja gefa Tyrkjum flest stig. Allt er þetta skemmtileg tilbreyting frá því að skera hver aðra á háls, svo sem við lesum í sagnfræðinni. Kannski er unga fólkið svona miklu skynsamlegra en gömlu þjóðernis-sjúklingarnir. Kannski er popp-hefðin bara svipuð hjá nágrönnum. Og kannski eru alþýðan bara svona spillt.