Eilíft eða afturkræft

Punktar

Þegar tekizt er á um orkuver, er önnur útkoman afturkræf, hin ekki. Þegar virkjað hefur verið, er ekki hægt að snúa við til fyrra ástands. Of seint er að hætta við Kárahnjúkavirkjun, því að skaðinn er skeður. Ef hins vegar ákveðið er að virkja ekki, þá er sú niðurstaða afturkræf. Við munum sjá þetta í hvert sinn, sem virkjunarkostur er ekki notaður. Ákvörðun um að hætta við undirbúning Bitruvirkjunar gildir bara að næstu kosningum. Eftir þær er hægt að hefja dansinn að nýju. Ákvörðun gegn virkjun gildir aðeins fram að nýjum meirihluta. Ákvörðun með virkjun er hins vegar eilíf.