Allsherjarnefnd er ekki eins frjálslynd í vor og hún var í fyrravor. Hún þarf ekki að setja kíkinn fyrir blinda augað. Engin verðandi tengdadóttir ráðherra þarf að fá óréttmætan ríkisborgararétt í skyndingu. Þess vegna hefur nefndin hafnað meirihluta umsóknanna að þessu sinni. Í fyrra varð nefndin fræg að endemum. Bjarni Benediktsson, þáverandi formaður, hleypti þá inn stúlku á vegum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Stúlkan átti alls engan rétt á því, hafði verið hér of stutt. Stéttaskipting kerfisins kom vel í ljós í formennskutíð Bjarna Benediktssonar í allsherjarnefnd.