Takið myndir af löggunum

Punktar

Myndsímar eru virkasta vopn almennings gegn óðum löggum, sem snapa fæting til að berja fólk. Löggan, sem misþyrmdi saklausum unglingi í 10-11 búðinni í Grímsbæ í gærkvöldi náðist á myndskeið. Bandarísk reynsla sýnir, að slík myndskeið afsanna frásagnir löggunnar, gera þær marklausar. Þau hafa birzt á opnum vefsvæðum og gerbreytt viðhorfi fólks til löggunnar. Staðreyndin er alls staðar sú, að eftirlitslausar löggur verða að sérklíku, sem lítur á samfélagið sem óvin. Þess vegna er svo lítið að marka frásagnir löggunnar af atburðum. Takið alltaf myndir af löggunum. Það er eina vörn fólksins.