Bandamennirnir eru óvinirnir

Punktar

Bandaríkjunum hefur aldrei stafað og stafar ekki hætta af Írak, Íran eða Afganistan. Útsæði Al Kaída kemur frá Sádi-Arabíu. Þaðan kom Osama bin Laden og þaðan koma peningarnir í rekstur ofbeldishneigðra ofsatrúarskóla. Rætur Al Kaída eru svo í Pakistan, þar sem eru flestir ofbeldishneigðu ofsatrúarskólarnir. Þeir eru reknir fyrir fé frá Sádi-Arabíu. Þetta er afleiðing af ofbeldishneigðri ofsatrú Wahabíta, sem er ríkistrú í Sádi-Arabíu. Hún hatar friðsamari ofsatrú Sjíta, sem ræður mestu í Íran og Írak. Þverstæðan er, að Sádi-Arabía og Pakistan eru bandalagsríki Bandaríkjanna.