Brezk athugun bendir til, að 54% af efni fjölmiðla sé meira eða minna frá spunakörlum komið. Versnandi fjárhagur fjölmiðla er orsökin. Þetta hórarí er þar kallað churnalism. Ástandið hefur snarversnað vegna síaukinna krafna um afköst blaðamanna. Í flýtinum er handhægt að grípa til fréttatilkynninga og annars efnis frá hagsmunaaðilum. Almannatenglar búa til heil innslög fyrir sjónvarpsfréttir. Þetta kemur til viðbótar gamalkunnu textreklame, þar sem umfjöllun er gefin sem bónus fyrir auglýsingar. Eigin fréttavinnsla er talin vera of dýr og verður undan að láta í sparnaðaraðgerðum fjölmiðla.