Holtið forðast froður og kæfur

Veitingar

Bezti kostur Friðgeirs Inga Eiríkssonar á Holti er, að hann forðast froður og kæfur matvinnsluvéla. Hefur árum saman verið yfirkokkur á einnar stjörnu veitingastaðnum Domaine de Clairefontaine í Rhone-dal. Þaðan flytur hann nýklassíska eldamennsku, sem leggur meiri áherzlu á hráefni en útlit. Um daginn fékk ég hjá honum smálúðu, sem var ekta, ekki froða eða kæfa. Var ekki matreidd með kemískum efnum sem listmunur. Hins vegar var nostrað við hana að klassískum hætti Caréme, búið til gervihreistur úr grænmeti. Holtið er undir stjórn Friðgeirs orðið bezta eldhús landsins. Þjónustan er lakari.