Ég bið Árna Mathiesen fjármálaráðherra afsökunar, hafði hann fyrir rangri sök. Ég kannaði málið ekki sjálfur, trúði DV í morgun. Þar sagði, að hann hefði grætt tæpa milljón á einu ári með því að gefa upp rangt lögheimili. Þau voru fríðindi alþingismanna, þegar ég var ritstjóri, en hafa síðan verið aflögð. Árni græðir því ekki þessa tæpu milljón á því að gefa upp lögheimili hjá tveimur Pólverjum í Þykkvabænum. Ég veit ekki, hvers vegna hann gefur upp rangt lögheimili. En ég finn ekki neinn gróða hjá honum í því. Kannski er hann bara svona svifaseinn við að passa réttar skráningar.