Kaþólski sértrúarsöfnuðurinn er kominn upp á háa C út af auglýsingu Símans á G3 símum. Þar er gert grín að ofsóknum kaþólsku kirkjunnar gegn Galileó Galilei og öðrum andans mönnum. Þetta er ekki einhliða áróður, heldur sannleikurinn eins og hann var. Af hverju má ekki gera grín að svartri sögu kaþólsku kirkjunnar? Sjálfsagt er að gera grín að kaþólikkum. Þeir gera sig breiða í nútímanum án þess að biðjast afsökunar í bak og fyrir á fortíðinni. Auðvitað mega þeir hafna viðskiptum við Símann. En málið minnir okkur á, að skammt er milli forneskju múslima og kaþólikka í nútímanum.