Búið er að slátra hugmyndinni um, að mannkynið geti hamið breytingar á loftslagi á ódýran hátt. Kolefnisjöfnun er að vísu til bóta, en nær skammt. Alþjóða orkustofnunin hefur reiknað út, að 45 trilljónir dollara kosti að hemja loftslagsbreytingar af mannavöldum. Mengun dagsins stafar af fyrri syndum Vesturlanda. En nú er að bætast við megnun af nýjum syndum ríkja á framabraut, svo sem Kína og Indlands. Ljóst er, að Vesturlönd þurfa að leggja af mörkum þorra kostnaðarins, en önnur ríki þurfa að taka þátt. Samt hafa íslenzkir pólitíkusar skítahugmyndir um að víkjast undan merkjum.