Myndskeiðið segir söguna

Fjölmiðlun

Yfirlögregluþjónninn á Patreksfirði talar í blaðaviðtölum eins og ekki sé til neitt myndskeið af atburðum. Lýsing hans stingur í stúf við veruleikann í öllum atriðum. Fórnardýr löggunnar stóð gegnt löggunum og lagði ekki á flótta fyrr en byrjað var að úða hann. Löggurnar eltu hann og felldu á jörðina, en hann réðist ekki á lögguna. Þetta grófa misræmi í umgengni Önundar Jónssonar við veruleikann kemur mér ekki á óvart. Á fimm áratugum í blaðamennsku hefur reynslan kennt mér, að löggur séu hraðlygnari en allar aðrar stéttir í landinu. Myndsímar eru eina vörn fólks gegn lögguofbeldi.