Aron Pálmi á athyglisverða sögu, sem margir hafa fylgzt með. Hann er núna frjáls maður á Íslandi og er að byrja að fóta sig. Hefur sótt um vinnu í álverinu. Það er frétt, sem á erindi til okkar. Við viljum vita, hvernig honum gengur í lífinu. Það er bara eðlileg forvitni mannkyns. Samt kvartar Sigurður Þorfinnur Einarsson bloggari. Af hverju er þetta fréttnæmt, spyr hann. Hver þarf á öllu þessu kjaftæði að halda, spyr hann. Ég get frætt Sigurð Þorfinn um, að þetta var fréttnæmt. Frétt sem ég og margir fleiri telja sig þurfa. Mun fleiri en þeir fáu, sem kalla slíkar fréttir kjaftæði.