Mikki komst næst árangri

Fjölmiðlun

Mikael Torfason komst næst því að rétta við fjárhag DV fyrir þremur árum. Með því að tengja milli gamals og nýs. Gamla uppreisnarfólkið las það áfram og unga fólkið fékk blöndu af nýrri uppreisn og skemmtun. Tilraun Mikka tókst þó ekki. Auglýsendur voru skelfdir og félagslegur rétttrúnaður skildi aldrei mikilvægi blaðsins. Samt var ljóst, að ekki mátti víkja af vegi hins nöturlega heiðarleika með birtingu nafna og mynda. Enda mistókst í byrjun árs 2007 að núllstilla DV á gamalt ár frá mínum blómatíma, t.d. 1990 eða 2000. Því tíminn flýgur hratt. Um síðustu áramót hófst önnur slík tilraun.