Brauð eru ekki merkt hér á landi. Síðan mállausir útlendingar tóku við afgreiðslu fæ ég ekki einu sinni munnlegar upplýsingar. Ég fæ ekki að vita, hvort þau eru sykruð, hvort þau eru bökuð úr erfðabreyttu hráefni, hvort í þeim sé kúmen, hvort þau eru hálfbökuð og snöggfryst fyrir útflutning til Íslands. Mér er fyrirmunað að skilja, að hér sé rekin Lýðheilsustöð án þess að hún sjái um, að öll matvara sé merkt í samræmi við óskir fólks. Mér er líka fyrirmunað að skilja, hvernig innlendir framleiðendur matvæla komast upp með lakari og ónákvæmari merkingar en þykja sjálfsagðar í útlöndum.