Gunnar teiknar hringtorg

Punktar

Gunnar Birgisson er athafnasamur bæjarstjóri og sést ekki fyrir í æðibunu. Hann dregur á eftir sér slóð athugasemda og málaferla. Nú síðast lét hann reisa hringtorg inni á lóðinni á Lundi. Mælingar sýna, að torgið er ekki þar, sem það á að vera samkvæmt samþykktu skipulagi. Auðvitað verða skattgreiðendur í Kópavogi að borga fyrir flumbruganginn í Gunnari. Það er svo gott að búa í Kópavogi. Hann hefur ekki skipulagt þar kaupstað, heldur öngþveiti. Hann hefur búið til stærsta slömm á Íslandi á svæðinu umhverfis Smáralind. Þar er aldrei fólk á ferli, nema Pólverjar, sem búa í gámum.