Newspeak á dagblöðum

Fjölmiðlun

DV flutti beztu fréttina af uppþotum á Akureyri um helgina. Blaðið talaði við óhlutdrægt vitni, Stefán Friðrik Stefánsson, þekktan fréttabloggara. Lötu og ófaglegu fjölmiðlarnir, Mogginn og Fréttablaðið, töluðu hins vegar bara við málsaðila, lögguna. Þessir fjölmiðlar birtu newspeak löggunnar, sem notar orðið varnarúða um piparúða sinn. Af hverju ekki ástarúða? Einnig birtu letingjarnir, að löggan hafi “þurft að” beita vopnum. Réttara er að birta, að löggan “sagðist hafa þurft að” beita friðartækjum sínum. Mogginn og Fréttablaðið komu fram sem málgögn löggunnar. Með ófaglegri blaðamennsku.