Engin dæmi, engin rök

Punktar

Séum við andvíg skoðun einhvers, útskýrum við hvers vegna. Flestir rekja dæmi, sem sýna, að skoðunin sé röng eða vafasöm. Og skýra rökfræðilega, hvers vegna skoðunin sé röng. Björn Bjarnason hermálaráðherra þarf ekki á neinu slíku að halda. Hann gefur bara út yfirlýsingar. Um grein Svans Kristjánssonar prófessors um Hannes Hólmstein segir hann: “Á bakvið þessi skrif býr óvenjulegur illvilji.” Og skrifin “ná ekki máli, heldur byggjast á annarlegum sjónarmiðum.” Björn lýsir ekki með neinu dæmi, með hvaða hætti annarlegur illvilji felist í skrifunum. Ekki rökstyður hann tilgátuna. Honum nægir að gefa út kategóríska yfirlýsingu eins og páfinn í gamla daga.