Fyrir utan Dalai Lama er Nelson Mandela í Suður-Afríku sá, sem flestir telja standa guði næst. Ekki er þó allt gott um hann, elliórar plaga hann. Hann hefur lengi verið eindregnasti stuðningsmaður Robert Mugabe, verst ræmda drullusokks heimsins. Sennilega vegna forustu Mugabe í frelsisstríði Simbabve fyrir þremur áratugum. Fyrir tilstilli Mandela hefur ríkisstjórn Suður-Afríku stöðvað hugmyndir um aðgerðir Afríkuríkja gegn ógnarstjórn Mugabe í Simbabve. Við ritun minningargreina um Nelson Mandela verður Mugabe efstur í minni. Þannig fýkur heimsins dýrð og mannsins orðstír.