Fáir hlusta, þótt íslenzkur landbúnaður borgi sprell í Washington. Sprell er sérgrein spunakarla, sem kalla það “ívent”. Ýmsir aðilar eru fengnir til að gefa vörur og þjónustu. Flug og gisting, matur og auglýsingar fást fyrir lítið. Nokkrir miðlungskokkar voru fluttir til Íslands að sprella á Food & Fun. Voru sagðir heimsfrægir, en spunakarlar gáfust upp á fullyrðingunni. Nú er Food & Fun komið til Washington á kostnað íslenzkra bænda. Nokkrir borgarkokkar sprella þar. Kjarni slíkra atburða felst í umbúðum og sprelli, en ekki neinu innihaldi. Er þolanlegt, ef fjölmiðlar hafa hóf á ýkjunum.