Einkavæðing heilbrigðismála er einkavinavæðing eins og önnur einkavæðing á Íslandi. Felst í að taka verk úr ríkisrekstri og passa að þau lendi ekki í félagsrekstri. Þau lendi í einkarekstri einkavina sjálfstæðis-pólitíkusa. Engu skiptir, þótt einkareksturinn sé helmingi dýrari en annar rekstur, samkvæmt tilboðum. Nýtt dæmi er meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur. Það sýndi spillingardrottningu Sjálfstæðisflokksins í essinu sínu. Jórunn Frímannsdóttur gekk framhjá þekkingu ríkisins og SÁÁ og afhenti vinum sínum pakkann. Ímyndið ykkur ekki, að íslenzka einkavinavæðingin sé hagkvæm.