Íhaldið og mannúðin

Punktar

Fyrir þremur áratugum gekk mér vel í rótarý, var forseti klúbbsins. Síðan hallaði undan fæti. Mér kom þá á óvart, hversu mörgum klúbbfélögum var illa við Gervasoni, franskan mann, sem flúði hingað undan herþjónustu. Ég reyndi líka að fá klúbbinn til að bjóða Ólafi Ragnari Grímssyni inngöngu, en tókst ekki. Ekki kom þó los á mig fyrr en klúbburinn hafnaði tillögu minni um, að konur fengju aðild. Var fyrir rúmum tveimur áratugum. Nokkru síðar skildu leiðir íhaldsklúbbsins og mínar. Minnist þessa, þegar ég tek eftir, hversu mörgum íhaldsmönnum er illa við Paul Ramses. Það tel ég vera mannvonzku.