Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn Joseph E. Stiglitz var aðalhagfræðingur Alþjóðabankans á Clinton-tímanum. Gaf síðan út bókina Globalization and its Discontents. Hann segir bankann og einkum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hafa valdið miklum skaða með ráðleggingum sínum. Þær byggðust á sértrú Chicago-safnaðar hagfræðinga. Fólust meðal annars í hnattvæðingu. Öll ríki, sem vegna fátæktar neyddust til að hlíta ráðum sjóðsins, urðu fyrir hruni í efnahagsmálum. Hins vegar blómstruðu ríki eins og Kína, Malasía og Indland, sem höfnuðu ráðgjöfinni. Varúð: Fulltrúi sjóðsins er að veita Íslandi ráð.