Tveir hattar ráðuneytisstjóra

Punktar

Ísland í dag er svona: Formaður stjórnar Söfnunarstjóðs lífeyrisréttinda semur reglur um greiðslur, sem skerða hagsmuni öryrkja. Síðan fer hann með pappírana upp í fjármálaráðuneytið, skiptir um hatt og tekur við þeim sem ráðuneytisstjóri. Hann samþykkir þar plagg sitt og stimplar staðfestingu sína. Þannig hélt Baldur Guðlaugsson, að hann gæti leikið tveimur skjöldum, sett upp ýmsa hatta að vild. Hann hélt sig geta staðfest verk sjálfs sín. Nú hefur dómstóll hrakið gerninginn, upplýst, að formaður Söfnunarsjóðs er einnig ráðuneytisstjórinn. Lífeyrissjóðirnir verða því að borga skaðabætur.