Í mínu ungdæmi var gefin út pólitísk bók, sem hét “Þeirra eigin orð”. Átti að sanna, að andstæðingar útgefandana hefðu skipt um skoðun. Þá fólst hluti kosningabaráttu í að vitna í orð manna, saka þá um að hafa skipt um skoðun. Ég skildi það aldrei. Eðlilegt hlýtur að vera að skipta um skoðun. Klisjan segir: Tímarnir breytast og mennirnir með, líka Björn. Ógerlegt var að hafa sömu skoðun 1978 og 1958. Forsendur breytast á svo löngum tíma. Breytingar gerast hraðar og hraðar. Enn fáránlegra væri árið 2008 að hafa sömu skoðun og 1998. En er í lagi hjá ráðherranum að taka U-beygju milli 2007 og 2008?