Með byssur á flugvellinum

Punktar

Fyrir viku voru sett lög um vopnaburð í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Fólki er nú heimilt að bera vopn á almannafæri, svo sem veitingahúsum og almenningsgörðum. Einnig í samgöngutækjum, svo sem járnbrautarlestum og strætisvögnum. Þetta hefur valdið skelfingu yfirvalda alþjóðaflugvallarins í Atlanta. Hartsfield-Jackson völlurinn er annasamasti flugvöllur heims með milljón lendingum og 90 milljón farþegum árið 2007. Shirley Franklin borgarstjóri lýsti því völlinn vopnfrían. Þá niðurstöðu kærði Tim Bearden, þingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um vopnaburð.