Vitlaust Kastljós í kvöld

Punktar

Dæmalaust var vitlaust Kastjósið í kvöld um Kerið. Dæmigert, er þáttastjóri veit ekkert um mikilvægasta þátt málsins. Ekki var minnst á níu ára gömul lög, sem snúast um aðgengi fólks að landinu, þar með töldum náttúruperlum. Þau segja afdráttarlaust, að menn hafi aðgang að landinu burtséð frá eignarhaldi. Þannig hafa lög verið hér á landi allt frá þrettándu öld að minnsta kosti. Eignaréttur á landi er minni hér á landi en sums staðar erlendis. Opinberir aðilar hafa sett upp aðstöðu við Kerið fyrir farartæki. Eigendur geta varla ráðskazt með þá aðstöðu. Kortéri eytt í sjónvarpsrugl.