Hvaða þjóð heims býr við verri lífsskilyrði en Evrópa og Austur-Asía? Hvaða fólk lifir mörgum árum skemur en í þróuðum löndum, er 42ru sæti? Hvaða ríki hefur meiri barnadauða en auðríkin, er í 34ða sæti? Það er ríkið, sem ver meira fé til heilbrigðismála en önnur ríki, miðað við íbúafjölda. Það er í öllum þessum tilvikum ríkið, sem hefur einkavæddan heilbrigðisgeira: Bandaríkin. Fyrirmyndarríki íslenzkra ofsatrúarmanna, þeirra sem eru að reyna að einkavæða heilbrigðisgeirann. Hann er sá hluti sósíalsins, sem sízt þolir einkavæðingu. Við höfum sönnun þess beint frá Bandaríkjunum.