Tryggvi Þór er lausnarinn

Punktar

Ofurbloggarinn Guðmundur Magnússon vekur athygli á möguleika, er mér finnst vera líklegur. Tryggvi Þór Herbertsson er nýr Karl Schütz, er átti að leysa Geirfinn, þegar kerfið gafst upp. Eins og Schütz mun hann njóta víðtæks stuðnings ráðþrota kerfis. Verður einræðisherra efnahagsmála, Með andúð á Evrópuaðild. Örvæntingarfullur Geir Haarde lítur á ráðningu hans sem sjálfa lausn efnahagsmálanna. Í bónus fær hann, að doktorinn er klár í pólitík og mun ná friði um aðgerðir sínar. Tryggvi Þór er ekki á hliðarlínunni, hann er sjálft keppnisliðið. Ef illa fer, verður honum skipt út, ekki Geir.