Femínisti heims númer eitt segir brýnt í nafni lýðræðis að hneyksla fólk, særa það, móðga það. Tilefni Germaine Greer er koma páfans til Ástralíu, heimalands hennar. Ritaði um það grein í Observer um helgina. Hæstiréttur hafnaði nýjum lögum í New South Wales um tímabundið bann við særandi tali og skrifum um kaþólikka. Hæstiréttur Ástralíu og Germaine Greer eru sammála um, að nauðsynlegt sé að ögra fólki til að lýðræði virki. Stundum þarf að særa fólk djúpt. Annars segja fólk og fjölmiðlar bara það, sem talið er falla í kramið. Þannig endar lýðræði með banni við allri stjórnarandstöðu.