Stuðningsmenn glæpastjórnarinnar í Peking flykkjast senn á skrautsýningu hennar undir verndarvæng Alþjóða olympíunefndarinnar. Allar heimsóknir á sýninguna hljóta að flokkast sem stuðningur við stjórnina í Kína. Hún fer illa með íbúa landsins og enn verr með sigraðar þjóðir á landamærunum. Hún sáir einræði og harðstjórn um allan heim. Svo sem með hörðum stuðningi við verstu glæpastjórnir heims í Súdan og Simbabve. Forseti, menntaráðherra, keppendur og lúxusferðamenn geta ekki kjaftað sig frá þessum stuðningi við stjórnina. Markmið sýningarinnar er að sveipa helgiljóma um glæpalýð.