Stöð tvö sagði í fréttum í dag, að gyðingar eigi og reki flesta fjölmiðla í Bandaríkjunum. Er rangt hjá Katrínu Pálsdóttur. Flestir fjölmiðlar landsins eru ekki í eigu gyðinga. Fáir eru ritstjórar, en sumir þekktir blaðamenn eru gyðingar. Áhrif þeirra eru að mestu bundin við The New York Times. Fullyrðing Stöðvar tvö er alveg út af kortinu. Margt má vont um gyðinga í Bandaríkjunum segja. En það er flökkusaga að segja þá eiga annars vegar fjölmiðlana og hins vegar bankana. Tilefni fréttar Stöðvar 2 var, að Barack Obama var að safna atkvæðum gyðinga með því að nudda sér utan í Ísrael.