Náttúran sem þjóðartákn

Punktar

Egill Helgason hefur ítrekað minnst á kenningu Guðmundar Hálfdánarsonar um náttúruna sem þjóðartákn Íslendinga. Þetta er rétt kenning hjá þeim. Agli finnst of langt gengið í að setja náttúruna á stall. Mér finnst hins vegar, að ekki sé nóg að gert. Núlifandi kynslóðir eru hinar einu ríku í landinu um tíu alda skeið. Okkur ætti ekki að vera ofverk í að skila afkomendum okkar betra landi, grónara landi, fegurra landi en forfeður okkar komu að. Of lengi hefur þessi þjóð ýtt vandamálum til komandi kynslóða. Nú er kominn tími til að gjalda landskuldina. Náttúran sem þjóðartákn er bara byrjunin.