Langskólagengið og ófaglært

Punktar

Ég vil sjá hér á landi atvinnuvegi, sem byggjast á nýjustu þekkingu, til dæmis hugbúnaðargerð. Ég vil sjá netþjónabú, sem tengja okkur við heiminn. Ég vil sjá atvinnuvegi, sem byggjast á langskólanámi, svo að þjóðin verði menntaðri og samhæfðari nútímanum. Ég hafna atvinnuvegum, sem felast í að skrúfa frá olíukrönum og skarka í álpottum. Ál- og olíuver eru frumvinnsla eins og lambarækt og prjón. Álver á Bakka og Helguvík veita ófaglærða vinnu og raunar mjög fá störf á hvern milljarð fjárfestingar. Í stað þeirra vil ég atvinnuvegi, þar sem vinnsluvirðið felst í vinnu langskólagenginna.