Fórum þjóðgötu úr Timburvalladal í Bárðardal um Hellugnúpskarð. Það liggur frá Sörlastöðum til Stóruvalla. Sörlastaðir eru myndarlegt eyðibýli í framdölum Fnjóskadals. Vel rekið af hestamönnum á Akureyri sem sæluhús hestamanna. Þar vorum við eina nótt með skemmtilegum Eyfirðingum. Frá Stóruvöllum lá leiðin í Víðiker, þaðan sem við förum í dag í Suðurárbotna. Þjóðgötur eru ótalmargar á fjöllum, einkum haldið við af hörðum skeifum ferðahesta, sem fikra sig áfram í einfaldri slöngu um fjöll og firnindi. Ef ekki væri stunduð ferðamennska á hestum, mundu hundruð þjóðgatna týnast.