Skáli um þjóðbraut þvera

Punktar

Þorbrandur á Silfrastöðum, Geirríður í Borgardal og Þóra í Langaholti áttu eitt sameiginlegt. Þau reistu skála um þjóðbraut þvera og létu þar jafnan standa borð með mat handa ferðamönnum. Slíkir voru mannkostir Geirríðar, Þóru og Þorbrands örreks, að nöfn þeirra lifa enn. Annan hátt hefur erfingi Sigurðar uppboðshaldara. Á eyðibýlinu Barnafelli hefur hann reist skála um þjóðbraut þvera. Þar er ekki hangikjöt í boði. Skálinn reistur á brautinni sjálfri til að hefta umferð milli skóga Fremsta- og Yzta-Fells. Ferðafólk þarf því að hopa niður í útgrafninga ofan við háa kletta Skjálfandafljóts.